„Mikið er um alvarleg brot gagnvart verkafólki og er erlent verkafólk í sérstaklega viðkvæmri stöðu. Algengt er að laun og kjör séu undir lágmarkskjörum og of oft gengur erfiðlega að fá laun greidd. Brot gegn húsaleigulögum eru algeng, oft eru…
Verkamenn Erlent vinnuafl býr víða við slæmar aðstæður hér.
Verkamenn Erlent vinnuafl býr víða við slæmar aðstæður hér. — Morgunblaðið/Eyþór

„Mikið er um alvarleg brot gagnvart verkafólki og er erlent verkafólk í sérstaklega viðkvæmri stöðu. Algengt er að laun og kjör séu undir lágmarkskjörum og of oft gengur erfiðlega að fá laun greidd. Brot gegn húsaleigulögum eru algeng, oft eru vistarverur óboðlegar, gjald fyrir húsnæði óeðlilega hátt og framkoma gegn starfsfólki slæm.“

Þannig komast sjö verkalýðsfélög á landsbyggðinni að orði í yfirlýsingu í kjölfar Kveiks á RÚV þar sem fjallað var um slæman aðbúnað verkafólks hér á landi, misneytingu og vinnumansal. Félögin telja ástæðu til að árétta að mál af þeim toga sem fjallað var um í þættinum varðandi launaþjófnað og slæman aðbúnað verkafólks koma reglulega á borð félaganna.

Árétta félögin að mikið skorti á eftirlit af hálfu opinberra aðila hérlendis og skora á stjórnvöld að herða eftirlitið.