Ef slíkar reglur giltu í Bandaríkjunum, þar sem forsetar mega ekki sitja lengur en átta ár, þá geta menn hugsað til þess, að Khomeini tók við árið 1979, en þá var Jimmy Carter forseti Bandaríkjanna, og sat aðeins í fjögur ár og þótti reyndar arfaveikur forseti sem slíkur. En hann hefur svo bætt þennan þátt með langlífi sínu, en hann verður 100 ára gamall eftir örfáa daga, hinn 1. október nk., ef hann hefur það.
Morgunbirta á Akureyri.
Morgunbirta á Akureyri. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Það er óneitanlega mikið um að vera á sviðum bandarískra stjórnmála. Og það á bæði við litlu sem stóru sviðin, og margt sem þar gerist kemur íbúum annarra landa stundum nokkuð spánskt fyrir sjónir, svo ekki sé meira sagt. Þegar forystusveit flokks Demókrata, valdaflokksins, skoðaði stöðu flokksins í aðdraganda kosninganna í byrjun nóvember næstkomandi var þeim mjög brugðið. „Gömlu forsetarnir“ Barack Obama og hans kona og Bill Clinton og hans heimsfræga kona, og fyrrverandi forsetaframbjóðandi 2016, Hillary Clinton, settust á rökstóla, og segir sagan að eftir að hafa sammælst um háskalega stjórnmálalega boða, sem fram undan væru nánast hvert sem litið var, og eftir stutta yfirlegu að auki, hafi fyrrgreindum hópi verið svo mjög brugðið að rökstólum var skipt út fyrir harðsetustóla sem framhaldið kallaði á.

Var nú einum ómissandi krafti bætt

...