Keflavík og Afturelding mætast í hreinum úrslitaleik um sæti í Bestu deild karla í knattspyrnu á Laugardalsvelli í dag klukkan 14. Þetta er í annað sinn sem leikið er með þessum hætti í 1. deildinni en tillaga um breytingar á ákvæðum í mótafyrirkomulagi 1
Fyrirliðar Frans Elvarsson, fyrirliði Keflavíkur, og Aron Elí Sævarsson, fyrirliði Aftureldingar, stilla sér upp með bikarinn á Laugardalsvelli.
Fyrirliðar Frans Elvarsson, fyrirliði Keflavíkur, og Aron Elí Sævarsson, fyrirliði Aftureldingar, stilla sér upp með bikarinn á Laugardalsvelli. — Ljósmynd/KSÍ

Umspilið

Bjarni Helgason

bjarnih@mbl.is

Keflavík og Afturelding mætast í hreinum úrslitaleik um sæti í Bestu deild karla í knattspyrnu á Laugardalsvelli í dag klukkan 14.

Þetta er í annað sinn sem leikið er með þessum hætti í 1. deildinni en tillaga um breytingar á ákvæðum í mótafyrirkomulagi 1. deildar karla var samþykkt með miklum meirihluta á ársþingi KSÍ í febrúar árið 2022 í Ólafssal í Hafnarfirði.

Bæði lið byrjuðu mótið í ár illa en Keflavík hafnaði í neðsta sæti Bestu deildarinnar á síðustu leiktíð á meðan Afturelding hafnaði í 2. sæti 1. deildarinnar. Afturelding fór alla leið í úrslit umspilsins í fyrra eftir að hafa unnið sannfærandi sigur gegn Leikni úr Reykjavík, 5:1, í undanúrslitunum. Mosfellingar töpuðu hins vegar

...