Íslandsmeistarar FH eru einir á toppi úrvalsdeildar karla í handbolta eftir sigur á Stjörnunni, 26:22, á útivelli í gærkvöldi. Með sigrinum fór FH upp í átta stig og náði tveggja stiga forskoti á toppnum
Barist Sveinn Andri Sveinsson úr Stjörnunni og Gunnar Kári Bragason hjá FH í mikilli baráttu um boltann í leik liðanna í Garðabænum í gærkvöldi.
Barist Sveinn Andri Sveinsson úr Stjörnunni og Gunnar Kári Bragason hjá FH í mikilli baráttu um boltann í leik liðanna í Garðabænum í gærkvöldi. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Handboltinn

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

Íslandsmeistarar FH eru einir á toppi úrvalsdeildar karla í handbolta eftir sigur á Stjörnunni, 26:22, á útivelli í gærkvöldi. Með sigrinum fór FH upp í átta stig og náði tveggja stiga forskoti á toppnum.

Sigurinn var sá þriðji í röð, eftir tapið óvænta gegn HK í 2. umferðinni. Leikurinn var jafn framan af, en FH var með tveggja marka forskot í hálfleik, 12:10. Stjarnan náði að minnka muninn í eitt mark um miðjan seinni hálfleik, en FH-ingar voru sterkari í lokin.

Birgir Már Birgisson átti afar góðan leik fyrir FH og skoraði tíu mörk. Símon Michael Guðjónsson kom næstur með átta. Hans Jörgen Ólafsson og Jóel Bernburg gerðu fimm hvor fyrir

...