Vopnakerfi F-16-herþota.
Vopnakerfi F-16-herþota.

Bandaríska herþotan sem fórst yfir Suður-Kóreu í desember á síðasta ári missti flug eftir að bilun kom upp í leiðsögukerfi vélarinnar en við það missti flugmaður stjórn. Þotan var af gerðinni F-16 og er hún ein af þremur slíkum vélum sem brotlentu á Kóreuskaganum á átta mánaða tímabili.

Rannsakendur á vegum flughersins segja flugmann vélarinnar hafa fengið misvísandi upplýsingar um hæð, stefnu og hraða vélarinnar eftir að stjórnbúnaður bilaði. Var vélinni þá flogið í gegnum þykka skýjahulu. Í kjölfarið tók flugmaður þá ákvörðun að skjóta sér út og slapp hann heill frá atvikinu.

Fyrir utan þær þrjár F-16 sem farist hafa nýverið þurfti sú fjórða að losa aukaeldsneytistanka sína á flugi vegna bilunar.