Aðför talibana gegn konum í Afganistan er svívirðileg

Kúgun kvenna í Afganistan virðist engin takmörk sett. Konum hefur nánast verið útskúfað á opinberum vettvangi. Þeim er meinað að mennta sig, eru reknar úr störfum og bundnar við heimili sín. Þegar svo virðist sem ekki sé hægt að ganga lengra gefur klerkastjórnin í landinu út nýjar reglur til að þrengja enn að þeim.

Þegar alþjóðaherliðið hvarf frá Afganistan fyrir þremur árum kom í ljós að allt sem þar hafði verið gert á þeim rúmlega tveimur áratugum, sem landið var hersetið, var á sandi byggt. Joe Biden er ekki eini Bandaríkjaforsetinn sem vildi finna leið til að losa Bandaríkjamenn úr kviksyndinu í Afganistan. Það vildi Donald Trump, forveri hans, líka gera. Hvernig staðið var að brottförinni mun hins vegar verða blettur á stjórnartíð Bidens um aldur og ævi.

Innrásin í Afganistan var gerð til að uppræta al-Qaeda og klófesta Osama bin Laden,

...