Kannski fann hann jafnvel til styrks og yfirburða þegar hann sagði yfirvöldum frá glæp skáldsins, vinar síns.
Nadezhda og Osip Mandelstam. Myndin af honum var tekin við handtöku hans árið 1938 en hann lést það sama ár. Hann er hylltur sem stórskáld.
Nadezhda og Osip Mandelstam. Myndin af honum var tekin við handtöku hans árið 1938 en hann lést það sama ár. Hann er hylltur sem stórskáld.

Sjónarhorn

Kolbrún Bergþórsdóttir

kolbrun@mbl.is

Sumar bækur taka sér pláss í huga manns og fylgja manni ótal lengi eftir lesturinn. Þær snerta mann á svo sterkan hátt að maður breytist svolítið inni í sér og ekki á vondan hátt. Maður hefur lesið bók sem geymir svo djúpan sannleik að manni finnst að allir verði að lesa hana.

„Þegar ég las um frönsku byltinguna sem barn velti ég því mér hvort mögulegt væri að lifa af undir ógnarstjórn. Nú veit ég án nokkurs vafa að það er ómögulegt. Hver sá sem andar að sér lofti ógnar er dauðadæmdur, jafnvel þótt honum takist að nafninu til að bjarga lífi sínu.“

Þetta skrifaði Nadezhda Mandelstam, ekkja rússneska skáldsins Osips Mandelstams,

...