„Ég verð með innlegg sem ég kalla Bara grínast? en þar ætla ég meðal annars að velta fyrir mér gríni meðal barna almennt og hvernig það getur birst í bókum,“ segir Þórarinn Eldjárn, en hann er einn þeirra rithöfunda sem ætla að flytja…
Þórarinn „Húmor barna er öðruvísi en fullorðinna, ég man eftir ýmsu sem mér fannst rosalega fyndið í æsku en þykir það ekki lengur.“
Þórarinn „Húmor barna er öðruvísi en fullorðinna, ég man eftir ýmsu sem mér fannst rosalega fyndið í æsku en þykir það ekki lengur.“ — Morgunblaðið/Eyþór Árnason

Kristín Heiða Kristinsdóttir

khk@mbl.is

„Ég verð með innlegg sem ég kalla Bara grínast? en þar ætla ég meðal annars að velta fyrir mér gríni meðal barna almennt og hvernig það getur birst í bókum,“ segir Þórarinn Eldjárn, en hann er einn þeirra rithöfunda sem ætla að flytja erindi á árlegri barna- og unglingabókaráðstefnu sem haldin verður í fordyri Salarins í Kópavogi í dag, laugardag kl. 10.00-13.45. Þema ráðstefnunnar er Grín í barnabókum.

„Ég ætla að velta fyrir mér gríni og húmor, og þegar sagt er að eitthvað sé skemmtilegt. Hver sé munurinn á þessu, hvort grín sé ómerkilegt en húmor eitthvað miklu dýpra og flottara. Hvað þýðir það að eitthvað sé skemmtilegt, eða ekki? Fyrir mér merkir skemmtilegt að það sé ekki leiðinlegt. Mér finnst til dæmis að mjög sorgleg bók geti

...