Vísnagátan var sem endranær frá Páli Jónassyni í Hlíð á Langanesi: Hákarl þetta heiti ber, og hafís líka, trúðu mér, latínu sá lesa kann, á ljósum hesti nafnið fann. Erla Sigríður Sigurðardóttir hallast að því að lausnin sé gráni: Heitið gráni háfur ber, hafís gráum kvíðum

Halldór Blöndal

halldorblondal@simnet.is

Vísnagátan var sem endranær frá Páli Jónassyni í Hlíð á Langanesi:

Hákarl þetta heiti ber,

og hafís líka, trúðu mér,

latínu sá lesa kann,

á ljósum hesti nafnið fann.

Erla Sigríður Sigurðardóttir hallast að því að lausnin sé gráni:

Heitið gráni háfur ber,

hafís gráum kvíðum.

Gráni les í latnesk kver,

lýsir grána blíðum.

Hún hittir auðvitað naglann á höfuðið eins og Guðrún Bjarnadóttir:

Gráni hákarlinn heitir. Kjáni

við hafís, grána,

...