Knattspyrnumaðurinn Gísli Gottskálk Þórðarson hefur framlengt samning sinn við Íslandsmeistara Víkings úr Reykjavík. Gísli, sem er tvítugur, skrifaði undir þriggja ára samning í Fossvoginum. Miðjumaðurinn er uppalinn hjá Breiðabliki en hélt ungur að árum til unglingaliðs Bologna á Ítalíu. Hann gekk til liðs við Víkinga frá ítalska félaginu fyrir tímabilið 2022. Alls á leikmaðurinn að baki 36 leiki í efstu deild og tvö mörk en hann hefur leikið 20 leiki með liðinu í sumar í Bestu deildinni.

Ítalski körfuknattleiksmaðurinn David Okeke er genginn til liðs við úrvalsdeildarlið Álftaness. Okeke kemur til Álftnesinga frá Haukum. Síðasta vetur skoraði hann 17 stig og tók 10 fráköst að meðaltali í leik fyrir Hafnarfjarðarliðið. Þar á undan lék hann með Keflvíkingum í tvö ár.

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur gert breytingar á

...