Þórunn Tómasdóttir eða Dúdú eins og hún var jafnan kölluð fæddist í Reykjavík 8. júní 1934. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir 30. ágúst 2024.

Foreldrar hennar voru hjónin Tómas Jónsson sjómaður, f. 1904, d. 1998, og Karen Júlía Júlíusdóttir húsmóðir, f. 1909, d. 1955. Þau Karen og Tómas eignuðust þrjú börn og var Dúdú þeirra elst, bræður hennar voru þeir Júlíus flugstjóri, f. 1936, og Gísli flugnemi, f. 1946. Þeir Júlíus og Gísli eru báðir látnir.

Þórunn giftist árið 1958 Jóni Grétari Guðmundssyni raffræðingi, f. 1936, d. 2013, þau skildu árið 1976. Dúdu og Grétar eignuðust þrjú börn, stúlku árið 1957, sem lést skömmu eftir fæðingu, Tómas og Jónínu Steinunni. Tómas fæddist árið 1959, hans kona er Hrönn Traustadóttir og eiga þau fimm börn: Þórunni Kötlu, Öldu Karen, Guðnýju, Kristófer Bruno og Hörpu Hua Zi, barnabörnin eru orðin sex, Tómas

...