Hreintarfur Útgefinn veiðikvóti var að mestu nýttur á tímabilinu.
Hreintarfur Útgefinn veiðikvóti var að mestu nýttur á tímabilinu. — Morgunblaðið/Sigurður Ægisson

Hreindýraveiðar gengu vel á heildina litið á veiðitímabili haustsins sem lauk föstudaginn 20. september.

Útgefinn veiðikvóti var að mestu nýttur þrátt fyrir rysjótt veðurfar stóran hluta hreindýraveiðitímabilsins að því er fram kemur á vefsíðu Umhverfisstofnunar (UST).

Veiðikvóti ársins var 800 hreindýr og voru felld alls 769 hreindýr af þeim 776 dýrum sem veiða átti á haustveiðunum. Nokkur dýr eru því óveidd af kvótanum sem veiða átti í haust, þrír tarfar náðust ekki af kvótanum og fjórar kýr. Er þetta sagt mjög góður árangur þar sem veðurfar var erfitt í marga daga á veiðitímabilinu.

Þessu til viðbótar verður leyft að veiða 24 kýr á tímabilinu 1. til 20. nóvember á syðstu veiðisvæðunum, svæðum átta og níu. Hefur þeim leyfum þegar verið úthlutað.

„Dýrin voru vel á sig komin og felldir voru nokkrir tarfar sem voru yfir 120 kg í fallþunga,“ segir í samantekt á vef Umhverfisstofnunar.

Í ljós kom að óvenjumörgum leyfum var skilað inn

...