Lúðvík Andreasson fæddist 6. mars 1945. Hann varð bráðkvaddur 8. september 2024.

Útför hans fór fram 20. september 2024.

Afi okkar, Lúðvík Andreasson, eða „afi Lúlli“, var hjartahlýr, indæll og ljúfur maður sem var ávallt kátur í skapi og brosandi.

Við barnabörnin, sem erum frá Vestmannaeyjum, komum oft að heimsækja afa og ömmu til Reykjavíkur þegar við vorum yngri. Við byrjuðum á því að heimsækja afa í vinnuna og svo fóru þau alltaf með okkur á Bæjarins beztu pylsur, þar sem við fengum pylsu með öllu og kókómjólk. Því fylgdi oft ferð í Húsdýragarðinn, þar sem við skemmtum okkur konunglega. Það var alltaf jafn mikil skemmtiferð að heimsækja afa og ömmu þar sem þau hugsuðu alltaf svo vel um okkur. Þegar við vorum yngri var það allra skemmtilegasta að leika við afa en hann sveiflaði

...