Sig­urður Ingi Jó­hanns­son fjár­mála- og efna­hags­ráðherra sit­ur fyr­ir svör­um í nýj­asta þætti Spurs­mála. Hann virðist standa mitt á milli Svandís­ar Svavarsdóttur og Bjarna Bene­dikts­son­ar og hefur á sama tíma handsalað sam­komu­lag við…

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son fjár­mála- og efna­hags­ráðherra sit­ur fyr­ir svör­um í nýj­asta þætti Spurs­mála.

Hann virðist standa mitt á milli Svandís­ar Svavarsdóttur og Bjarna Bene­dikts­son­ar og hefur á sama tíma handsalað sam­komu­lag við Bjarna og Guðmund Inga Guðbrandsson um að halda stjórn­ar­sam­starf­inu út kjör­tíma­bilið.

Svandís tek­ur við kefl­inu í VG í næstu viku. Er hún bund­in af þeim griðasátt­mála? Einnig eru líkur á að hún muni stöðva frek­ari breyt­ing­ar á út­lend­inga­lög­um.

Er rík­is­stjórn­in sprung­in vegna þess­ara vend­inga eða munu flokk­arn­ir finna leið út?