Það var mikið um að vera á Skarfabakka í Sundahöfn á fimmtudaginn þegar farþegaskipti fóru fram í Norwegian Prima. Þetta er eitt stærsta skemmtiferðaskipið sem hingað siglir. Frá borði komu 3.249 farþegar og um borð fóru 3.162 farþegar, eða alls 6.411 farþegar
Skarfabakki Það var handagangur í öskjunni þegar farþegar Norwegian Prima voru innritaðir um borð í skipið.
Skarfabakki Það var handagangur í öskjunni þegar farþegar Norwegian Prima voru innritaðir um borð í skipið.

Sigtryggur Sigtryggsson

sisi@mbl.is

Það var mikið um að vera á Skarfabakka í Sundahöfn á fimmtudaginn þegar farþegaskipti fóru fram í Norwegian Prima.

Þetta er eitt stærsta skemmtiferðaskipið sem hingað siglir. Frá borði komu 3.249 farþegar og um borð fóru 3.162 farþegar, eða alls 6.411 farþegar.

Það var því nóg að gera hjá starfsmönnum Faxaflóahafna að innrita hópinn, komu töskum farþega á réttan stað o.s.frv. Og rútur og leigubílar voru í stanslausum ferðum til og frá höfninni.

Norwegian Prima er 143 þúsund brúttótonn. Í áhöfn eru 1.500 manns, sem sjá til þess að farþegarnir njóti alls hins besta sem í boði er. Skipið lét úr höfn seinnipart fimmtudagsins og lagðist að bryggju á Ísafirði

...