Viðtal

Ásgeir Ingvarsson

ai@mbl.is

Töluverð umræða hefur spunnist í kringum nýja skýrslu Marios Draghi, fyrrverandi seðlabankastjóra Evrópu, en þar gerir hann ítarlega greiningu á hnignandi framleiðni og versnandi samkeppnishæfni Evrópu. Í skýrslunni, sem kom út í byrjun mánaðarins, leggur Draghi meðal annars til að efla nýsköpun í álfunni með aukinni samevrópskri fjárfestingu og einnig að dregið verði úr reglufargani ESB.

Dr. Jón Helgi Egilsson, meðstofnandi og stjórnarformaður fjártæknifélagsins Monerium og fyrrverandi formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands, segir skýrsluna um margt athyglisverða en að þögn Draghi um þátt evrunnar í vandanum sé æpandi. Jón Helgi bendir á að skýrslan sýni viðsnúning og hnignun frá upptöku evru fyrir aldarfjórðungi en að sú staðreynd sé ekkert

...