Hanna Katrín Friðriksson
Hanna Katrín Friðriksson

Haustþing Viðreisnar fór fram um helgina undir yfirskriftinni: Léttum róðurinn. Við ræddum stöðuna hjá fjölskyldufólki, ungu fólki og eldri borgunum í skugga verðbólgu og vaxtasturlunar. Við fórum yfir stöðuna hjá fyrirtækjum landsins, hjá sveitarfélögum og hjá ríkissjóði.

Það var hugur í fólki því þó að áskoranirnar séu nægar, þá liggja lausnirnar fyrir. Viðreisn vill alvöru umbætur á hagstjórn landsins. Það þarf rækilega tiltekt í rekstri ríkissjóðs með skýrri forgangsröðun í þágu almennings. Þar er af nægu að taka. Heiðarleg umræða um kosti og galla íslensku krónunnar og þátt hennar í þeirri vaxtasturlun sem er að sliga heimili landsins er nauðsynleg. Vaxtasturlun sem ekki eingöngu ógnar velferð heimila og stöðu fyrirtækja heldur kostar ríki og sveitarfélög hundruð milljarða króna á ári hverju. Þetta eru fjárhæðir sem færi betur á að nýta í þágu almennings; í heilbrigðismál, samgöngur, löggæslu

...

Höfundur: Hanna Katrín Friðriksson