Ein þeirra 150 loftslagsaðgerða sem stjórnvöld hafa kynnt er að draga úr ræktun á lífrænum jarðvegi. Í samráðsgátt má sjá uppfærða aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og þar kemur fram að markmið aðgerðarinnar sé „að fækka hekturum sem ræktaðir eru …
Loftslag Uppfærða aðgerðaáætlunin var kynnt í sumar.
Loftslag Uppfærða aðgerðaáætlunin var kynnt í sumar. — Morgunblaðið/Eyþór

Ein þeirra 150 loftslagsaðgerða sem stjórnvöld hafa kynnt er að draga úr ræktun á lífrænum jarðvegi.

Í samráðsgátt má sjá uppfærða aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og þar kemur fram að markmið aðgerðarinnar sé „að fækka hekturum sem ræktaðir eru á lífrænum jarðvegi um 10% árið 2030 miðað við árið 2022.“

Þessi tiltekna aðgerð er á ábyrgð matvælaráðherra, að því er segir í aðgerðapakkanum.

„Með aðgerðinni eru bændur hvattir til að bæta meðferð ræktarlands. Ákvæði verða sett í samninga og reglugerðir til að koma í veg fyrir að bændur fari í verkefni sem hafa neikvæð áhrif m.t.t. loftslagsmála og stuðningskerfi jafnframt nýtt til að ýta undir góða meðferð ræktarlands í loftslagslegum skilningi,“ segir m.a. í lýsingu á

...