Benedikt Sveinsson hæstaréttarlögmaður fæddist í Reykjavík 31. júlí 1938. Hann lést 17. september 2024.

Foreldrar Benedikts voru Sveinn Benediktsson framkvæmdastjóri, f. í Reykjavík 12. maí 1905, d. 12. febrúar 1979, og Helga Ingimundardóttir, f. 23. desember 1914, d. 22. janúar 2008.

Systkini Benedikts eru Ingimundur, f. 21. apríl 1942, Guðrún, f. 25. október 1944, og Einar, f. 3. apríl 1948.

Benedikt ólst upp í Reykjavík. Hann gekk í Ísaksskóla, var í Æfingadeild KÍ, síðan Austurbæjarbarnaskólanum og lauk stúdentsprófi frá MR 1958. Hann lauk embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1964, stundaði viðskiptafræðinám við Minnesota-háskóla 1964-65 og öðlaðist hrl.-réttindi 1969. Benedikt stundaði lögmennsku ásamt skipasölu um árabil. Hann sat í stjórn ýmissa fyrirtækja og var stjórnarformaður hjá

...