60 ára Trausti fæddist í Eyrarhvammi í Mosfellssveit og ólst þar upp. Eftir sveinspróf í rafvirkjun frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1986 lá leiðin í Tækniskólann (gamla) og þaðan til Óðinsvéa í Danmörku þar sem Trausti útskrifaðist sem rafmagnstæknifræðingur 1992. „Afskipti mín af félagsstörfum hófust þegar ég settist í stjórn Iðnnemasambandsins sem var mjög virkt á þessum tíma og barátta var um námsíbúðir sem áttu eftir að rísa áratugum síðar.“ Síðar varð Trausti gjaldkeri í stjórn Bandalags íslenskra sérskólanema, BÍSN.

Trausti er kennari og deildarstjóri rafiðnaðardeildarinnar við Fjölbrautaskóla Vesturlands og sinnir jafnframt kennslu fyrir verðandi iðnmeistara. „Félagsmálin héldu áfram að elta mig eftir að á Akranes var komið. Ég hef elt börnin mín í íþróttirnar og hef verið bæði í stjórn Badmintonfélags Akraness og Sundfélags Akraness þar sem ég

...