Þóra Kristjánsdóttir fæddist 23. janúar 1939 í Reykjavík. Hún lést 22. september 2024.

Foreldrar Þóru: Kristján G. Gíslason stórkaupmaður og Ingunn Jónsdóttir húsfreyja. Bræður: Garðar Gíslason hæstaréttardómari og Jón Kristjánsson stórkaupmaður. Börn Garðars eru Maríanna læknir og Kristján arkitekt. Börn Jóns eru Ingunn tónlistarkennari og Anna Helga stærðfræðingur.

Maki Þóru: Sveinn Einarsson leikstjóri, leikhússtjóri, og rithöfundur. Barn þeirra: Ásta Kristjana Sveinsdóttir, heimspekingur, gift Dore Elisa Bowen Solomon, listfræðingi, og eiga þær Þóru Djunu Ástudóttur Solomon.

Þóra gekk í Ísaksskóla, Melaskóla, Kvennaskólann í Reykjavík, Menntaskólann á Akureyri og varð stúdent frá MR 1959. Hún stundaði nám í listasögu í Uppsölum frá 1959-1961 og eftir það við Stokkhólmsháskóla. Las þar

...