Samfélagið „Samskipti augliti til auglitis“. München, Þýskaland, 2022.
Samfélagið „Samskipti augliti til auglitis“. München, Þýskaland, 2022.

Afmennskun skjásamfélagsins

Á undanförnum árum hefur okkur verið seld sú hugmynd að samskiptatæknin auki tengsl okkar við aðra. En það er margt sem bendir til þess að sú tækni hafi þvert á móti stuðlað að aukinni sundrung frekar en sameiningu. Uppgangur ýmissa bergmálshella og falsupplýsinga eru dæmi um það. Hagfræðingurinn Jeremy Rifkin segir að samúð fólks með öðrum sé mannfólkinu eðlislægari en árásargirni, ofbeldi, sjálfselska og nytjahyggja, líkt og áður var talið. Rifkin færir fyrir því söguleg rök að samúðarskilningur hafi farið vaxandi eftir því sem tækifærum til félagslegra samskipta fjölgaði. Þannig færðist samúðarskilningur fólks frá litlum hópum sem voru blóðtengdir, til trúarsystkina, og svo til fólks af sama þjóðerni, í takt við þróun heimssögunnar. Rifkin spáði því enn fremur, í bók sinni The Empathic Civilization, sem kom út árið 2010, að samskiptatæknin á öðrum áratug

...