Hið magnaða einvígi Víkings og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitil karla í fótbolta náði nýjum hæðum í gærkvöld þegar Tarik Ibrahimagic skaut Víkingum aftur á topp Bestu deildarinnar með sigurmarki gegn Val, í blálok uppbótartímans á Hlíðarenda, 3:2
Kaplakriki Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks í baráttu við Loga Hrafn Róbertsson í sigurleik Blikanna í Hafnarfirði.
Kaplakriki Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks í baráttu við Loga Hrafn Róbertsson í sigurleik Blikanna í Hafnarfirði. — Morgunblaðið/Ólafur Árdal

Besta deildin

Víðir Sigurðsson

vs@mbl.is

Hið magnaða einvígi Víkings og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitil karla í fótbolta náði nýjum hæðum í gærkvöld þegar Tarik Ibrahimagic skaut Víkingum aftur á topp Bestu deildarinnar með sigurmarki gegn Val, í blálok uppbótartímans á Hlíðarenda, 3:2.

Breiðablik knúði fyrr um daginn fram sigur á FH í Kaplakrika, 1:0, með marki Kristins Jónssonar beint úr hornspyrnu. Sjöundi sigur Blika í röð og sá ellefti í röð án taps.

Allt stefndi í að Blikar næðu þar með forskoti á Víking, sérstaklega eftirað Valsmenn komust í 2:1 gegn Víkingi með marki Birkis Más Sævarssonar í síðari hálfleiknum í gærkvöld.

En hinn danski Tarik, sem kom til Víkings frá

...