Sigtryggur Sigtryggsson

sisi@mbl.is

Fyrir dyrum standa endurbætur á Þingvallavegi um Mosfellsdal. Íbúar í dalnum hafa margoft kvartað yfir hraðakstri á þessum kafla og krafist úrbóta. Þarna hafa orðið alvarleg slys og sumarið 2018 varð banaslys á kaflanum. Íbúar í dalnum eru vel á þriðja hundrað.

Vegagerðin, Mosfellsbær og Hitaveita Mosfellsbæjar hafa boðið út for- og verkhönnun á breytingum á Þingvallavegi um Mosfellsdal. Kaflinn er um tveir kílómetrar að lengd og nær frá Norðurreykjaá við Hlaðgerðarkotsveg að Gljúfrasteini.

Innifalið í verkinu er vega- og gatnahönnun, vegamótahönnun, hönnun undirganga, stíga, vatnsveitulagnar, hitaveitulagnar og afvötnun. Afvötnun á vegagerðarmáli er hugtak sem nær utan um það hvernig vatn fer af vegi, annaðhvort með þverhalla

...