Karlinn á Laugaveginum er farið að lengja eftir orðsendingu frá kerlingunni á Skólavörðuholtinu: Þreytt er hjarta mitt og meyrt, mæðu blómstrar runni. Lengi ekkert hef ég heyrt frá henni, kerlingunni

Pétur Blöndal

p.blondal@gmail.com

Karlinn á Laugaveginum er farið að lengja eftir orðsendingu frá kerlingunni á Skólavörðuholtinu:

Þreytt er hjarta mitt og meyrt,

mæðu blómstrar runni.

Lengi ekkert hef ég heyrt

frá henni, kerlingunni.

Hólmfríður Bjartmarsdóttir á Sandi í Aðaldal hefur um nóg að hugsa:

Allt fram streymir endalaust

elda ég ket og fiskinn.

Vetur sumar vor og haust

vaska upp sama diskinn.

Óli Sigurgeirsson sendir henni og bónda hennar Sigurði Ólafssyni kveðju:

Á keti og fiski kjamsa

...