Afturelding leikur í efstu deild karla í fótbolta árið 2025, í fyrsta skipti í sögu félagsins, eftir sigur á Keflavík, 1:0, í úrslitaleik umspils 1. deildarinnar á Laugardalsvellinum að viðstöddum 2.500 áhorfendum á laugardaginn
Gleði Jökull Andrésson markvörður og Aron Elí Sævarsson fyrirliði fremstir í flokki í fögnuði Aftureldingar.
Gleði Jökull Andrésson markvörður og Aron Elí Sævarsson fyrirliði fremstir í flokki í fögnuði Aftureldingar. — Morgunblaðið/Ólafur Árdal

Fótboltinn

Víðir Sigurðsson

vs@mbl.is

Afturelding leikur í efstu deild karla í fótbolta árið 2025, í fyrsta skipti í sögu félagsins, eftir sigur á Keflavík, 1:0, í úrslitaleik umspils 1. deildarinnar á Laugardalsvellinum að viðstöddum 2.500 áhorfendum á laugardaginn.

Sigurpáll Melberg Pálsson skoraði sigurmarkið á 78. mínútu og Mosfellingar sneru blaðinu við frá því fyrra þegar þeir töpuðu fyrir Vestra í sama úrslitaleik á sama stað.

Afturelding hefur leikið á Íslandsmótinu samfleytt frá 1973 og var síðast í fjórðu og neðstu deild árið 1999. Liðið lék í fyrsta skipti í 1. deild árið 2002 og komst þangað á ný eftir nokkurt hlé árið 2019. Besta árangrinum náði liðið í fyrra þegar það endaði í öðru

...