Valur og Breiðablik mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil kvenna í knattspyrnu næsta laugardag, eftir að bæði lið unnu leiki sína í næstsíðustu umferðinni á laugardaginn. Valskonur máttu ekki misstíga sig því allt annað en sigur gegn…
Tvenna Samantha Smith er komin með níu mörk í sex leikjum með Breiðabliki í Bestu deildinni og hefur lagt nokkur upp að auki.
Tvenna Samantha Smith er komin með níu mörk í sex leikjum með Breiðabliki í Bestu deildinni og hefur lagt nokkur upp að auki. — Morgunblaðið/Ólafur Árdal

Besta deildin

Víðir Sigurðsson

vs@mbl.is

Valur og Breiðablik mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil kvenna í knattspyrnu næsta laugardag, eftir að bæði lið unnu leiki sína í næstsíðustu umferðinni á laugardaginn.

Valskonur máttu ekki misstíga sig því allt annað en sigur gegn Víkingi í Fossvogi hefði fært Blikum meistaratitilinn á silfurfati. Þær unnu, 2:1, og eru því stigi á eftir Breiðabliki, sem þar með nægir jafntefli í úrslitaleiknum sem hefst klukkan 16.15 á laugardaginn á Hlíðarenda.

Glæsilegt mark Önnu Rakelar Pétursdóttur beint úr aukaspyrnu upp í markvinkilinn, sem kom Val í 2:0 undir lok fyrri hálfleiks, vó þungt í sigrinum.

Breiðablik vann á meðan FH, 4:2, í líflegum leik á Kópavogsvelli þar sem fimm mörk voru skoruð í fyrri hálfleik.

Samantha Smith hélt uppteknum hætti og skoraði tvö marka Blika ásamt því að

...