Íslenskur almenningur skynjar vel að það er eitthvað undarlegt um að vera í Vegas.
Sveinn Óskar Sigurðsson
Sveinn Óskar Sigurðsson

Sveinn Óskar Sigurðsson

Ef Íslendingar missa trú á gjaldmiðli sínum munu þeir hafna honum. Það „peppar“ enginn upp krónuna nema að hafa á henni trú. Íslendingar hafa misst alla trú á ríkisstjórn Íslands og efnahagsstefnu hennar. Það er ekki að undra. Það er ekki að furða að landar mínir, vinir bæði og vandamenn, fólk til sjávar og sveita, átti sig ekki á framferði Seðlabanka Íslands með yfir ársgamla 9,25% meginvexti (stýrivexti). Seðlabanki Íslands er bundinn í báða skó, bæði með lögum og kröfunni um trúverðugleika og gæði íslenska vaðmálsins, íslensku krónunnar.

Vísitala neysluverðs byggist á 12 liðum (meginundirvísitölum) sem eru mældir og vegnir í „matarkröfunni“ með reglubundnum hætti og eiga að mæla „hitastig“ hagkerfisins, verðbólgu.

Kínverjar tóku upp

...