— AFP/Kawnat Haju

Hassan Nasrallah, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Hisbollah, var felldur í loftárás Ísraels á föstudaginn.

Dauði Nasrallahs er gríðarlegt áfall, ekki aðeins fyrir samtökin sem hann leiddi í 30 ár heldur einnig fyrir helsta bakhjarl hans, klerkastjórnina í Íran.

Mohammad Reza Aref, varaforseti Írans, segir að drápið á Nasrallah muni leiða til „tortímingar“ Ísraels en Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að drápið hafi verið réttlætisaðgerð.

„Hassan Nasrallah og hryðjuverkasamtökin sem hann leiddi, Hisbollah, báru ábyrgð á því að hundruð Bandaríkjamanna létu lífið í fjögurra áratuga hryðjuverkavargöld. Dauði hans í loftárás Ísraela er réttlætisaðgerð fyrir fjölda fórnarlamba hans, þar á meðal þúsundir Bandaríkjamanna, Ísraela og líbanskra borgara,“ sagði Biden

...