Rósa Björk Þorbjarnardóttir fæddist í Reykjavík 30. mars 1931. Hún lést 13. september 2024.

Foreldrar Rósu voru Guðríður Þórólfsdóttir húsfreyja og Þorbjörn Guðlaugur Bjarnason pípulagningameistari.

Systur Rósu eru Sólrún, f. 18. maí 1928, d. 12. september 2006, og Ragnhildur Þ., f. 17. júlí 1935.

Eiginmaður Rósu var Árni Pálsson, f. 9. júní 1927, d. 16. september 2016, fv. sóknarprestur í Miklaholtsprestakalli á Snæfellsnesi, Kársnesprestakalli í Kópavogi og á Borg á Mýrum.

Börn Rósu og Árna eru: 1) Þorbjörn Hlynur, f. 10. mars 1954, guðfræðingur, fv. prófastur á Borg á Mýrum, kona hans er Anna Guðmundsdóttir kennari og bókasafnsfræðingur og eru synir þeirra Árni Páll, f. 1982, og Guðmundur Björn, f. 1986. 2) Þórólfur, f. 24. mars

...