Richard Goodall, 55 ára syngjandi húsvörður, sigraði í America’s Got Talent með því að heilla bæði dómarana og heimsbyggðina með ótrúlegum flutningi á „Don’t Stop Believin’“ í síðustu viku. Þetta var ekki fyrsta tilraun Goodalls til að elta söngvaradraum sinn en honum hafði verið hafnað í raunveruleikaþættinum The Voice. Hann lét það ekki á sig fá og söng fyrrnefnt vinningslag í útskriftarathöfn grunnskólans sem hann vinnur hjá og sló í gegn á TikTok. Var hann þá hvattur til að sækja einnig um í AGT og því varð sem varð. Nánar í jákvæðum fréttum á K100.