Stjórnarsamstarfinu er lokið af hálfu Vinstri grænna, en þar eru talibanar að taka völdin á ný undir ferskri stjórn Svandísar Svavarsdóttur. Henni finnst 3,4% fylgi greinilega allt of mikið. Það sést vel á þingsályktunartillögu Vinstri grænna, sem…
Svandís Svavarsdóttir
Svandís Svavarsdóttir

Stjórnarsamstarfinu er lokið af hálfu Vinstri grænna, en þar eru talibanar að taka völdin á ný undir ferskri stjórn Svandísar Svavarsdóttur. Henni finnst 3,4% fylgi greinilega allt of mikið.

Það sést vel á þingsályktunartillögu Vinstri grænna, sem Eva Dögg Davíðsdóttir flytur, um auglýsingabann á öllu sem tengist jarðefnaeldsneyti. Allt til að bjarga heiminum; ekki þó því sem um munar, heldur að „vinna gegn normalíseringu á neyslu jarðefnaeldsneytis og annarrar kolefnislosandi vöru og væri þannig liður í þeirri hugarfarsbreytingu sem er grundvöllur að kolefnishlutlausri og lífvænlegri framtíð.“

Sem sagt um trúarkreddu en ekki röksemdir. Og sérstaklega tekið fram að „ekki dugi að leggja eingöngu bann við auglýsingum olíufyrirtækjanna sjálfra heldur yrði bannið einnig að ná til þeirrar vöru og þjónustu sem nýtir

...