Þórunn Guðmundsdóttir fæddist 29. október 1944. Hún lést 27. ágúst 2024.

Útför hennar fór fram 14. september 2024.

Það var laust eftir síðustu aldamót sem einbeittur sex manna hópur, fimm konur og einn karl, kom saman á Ísafirði í þeim tilgangi að nýta nýjan möguleika og tækni sem Háskóli Íslands bauð upp á; að geta lært í heimahögum í stað þess að flytja búferlum til Reykjavíkur. Ein af þessum sex manna hópi var Þórunn Guðmundsdóttir sem við kveðjum með söknuði í dag. Það var við hæfi að Háskólinn veldi móðurmál okkar íslensku til að hefja svokallað fjarnám sem þessi hópur sameinaðist um.

Þetta var samheldinn hópur frumkvöðla í fjarnámi sem hjálpaðist að og í þessum jarðvegi fengum við að kynnast Þórunni Guðmundsdóttur. Við fundum að hún átti erindi í þetta nám, var bæði skörp og eldklár, átti

...