„Svikaskáldin eru komin til að vera, enda bæði magnað og dásamlegt að tilheyra svona hópi og fá að vinna saman að skrifum, það er mikil gjöf í lífinu,“ segir Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, ein þeirra sex skáldkvenna sem skipa ljóðakollektífið Svikaskáld
Svikaskáld Aftari röð standandi f.v. Þóra Hjörleifsdóttir, Þórdís Helgadóttir, Sunna Dís Másdóttir og Ragnheiður Harpa Leifsdóttir. Fyrir framan sitja Melkorka Ólafsdóttir og Fríða Ísberg. Svikaskáldin eru komin til að vera.
Svikaskáld Aftari röð standandi f.v. Þóra Hjörleifsdóttir, Þórdís Helgadóttir, Sunna Dís Másdóttir og Ragnheiður Harpa Leifsdóttir. Fyrir framan sitja Melkorka Ólafsdóttir og Fríða Ísberg. Svikaskáldin eru komin til að vera. — Ljósmynd/Jón Heiðar Gunnarsson

Kristín Heiða Kristinsdóttir

khk@mbl.is

„Svikaskáldin eru komin til að vera, enda bæði magnað og dásamlegt að tilheyra svona hópi og fá að vinna saman að skrifum, það er mikil gjöf í lífinu,“ segir Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, ein þeirra sex skáldkvenna sem skipa ljóðakollektífið Svikaskáld. Hinar eru Fríða Ísberg, Melkorka Ólafsdóttir, Sunna Dís Másdóttir, Þóra Hjörleifsdóttir og Þórdís Helgadóttir. Saman hafa þær gefið út eina skáldsögu og fjögur ljóðverk. Nýlega sendu þær frá sér sitt fimmta verk, ljóðabókina Ég er það sem ég sef.

„Þrjú ár eru liðin frá því síðasta verk frá okkur kom út, enda nokkur börn fæðst í millitíðinni innan hópsins. Við erum með vinnustofu saman í Gröndalshúsi í miðbæ Reykjavíkur og hittumst oft þar, þótt við náum sjaldan að vera allar í einu.

...