Hólmfríður Bjartmarsdóttir á Sandi í Aðaldal er í hausthugleiðingum: Senn er horfinn sumars undrakraftur Senn mun gróskan draga sig í hlé. Skógurinn mun skila sínu aftur í skójli ljóma, sólgul birkitré

Pétur Blöndal

p.blondal@gmail.com

Hólmfríður Bjartmarsdóttir á Sandi í Aðaldal er í hausthugleiðingum:

Senn er horfinn sumars undrakraftur

Senn mun gróskan draga sig í hlé.

Skógurinn mun skila sínu aftur

í skójli ljóma, sólgul birkitré.

Á brún og hjalla hélan leggur dúka

hélulín og brok úr nýjum snjó.

Senn mun þessu sumri bara ljúka

og sólir falla af björk, í rauðan mó.

Jón Jens Kristjánsson fylgdist með fréttum af framboðsmálum Arnars Þórs Jónssonar:

Einn morgun var rjálað við Miðflokks
glugg

svo merin tók kipp á

...