Auður H. Ingólfsdóttir
Auður H. Ingólfsdóttir

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur sett Auði H. Ingólfsdóttur, sviðsstjóra loftslagsmála og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun, tímabundið til áramóta í embætti forstjóra Umhverfisstofnunar.

Auður tekur við embættinu af Sigrúnu Ágústsdóttur, sem hefur verið skipuð forstjóri nýrrar Náttúruverndarstofnunar frá 1. október. Náttúruverndarstofnun tekur til starfa 1. janúar 2025 og mun Sigrún vinna að undirbúningi nýju stofnunarinnar.