Reykjavíkurborg hefur tekið jákvætt í ósk Faxaflóahafna um að fá að koma fyrir veðurmæli í Viðey. Í maí í fyrra munaði minnstu að riastórt skemmtiferðaskip, Norwegian Prima, strandaði við Viðey í miklu hvassvirðri
Viðey Samkomulag náðist við Reykjavíkurborg um að setja veðurstöðina upp nálægt gönguleiðinni að Viðeyjarstofu.
Viðey Samkomulag náðist við Reykjavíkurborg um að setja veðurstöðina upp nálægt gönguleiðinni að Viðeyjarstofu. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Sigtryggur Sigtryggsson

sisi@mbl.is

Reykjavíkurborg hefur tekið jákvætt í ósk Faxaflóahafna um að fá að koma fyrir veðurmæli í Viðey.

Í maí í fyrra munaði minnstu að riastórt skemmtiferðaskip, Norwegian Prima, strandaði við Viðey í miklu hvassvirðri. Stjórnendur misstu tímabundið stjórn á því. Í framhaldinu rak skipið yfir bauju og mesta mildi þykir að hún hafi ekki farið í skrúfur þess. Munaði aðeins 40 sentimetrum að skipið tæki niðri við vesturenda Viðeyjar.

Rannsóknarnefnd sjóslysa rannsakaði atburðinn og gaf út skýrslu með tillögum að úrbótum. Ein tillagan var að bæta þyrfti veðurupplýsingar á Viðeyjarsundi utan Skarfagarðs.

Fram kemur í erindi Faxaflóahafna til umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkuborgar

...