Bruno Fernandes fyrirliði Manchester United sleppur veið leikbann, þrátt fyrir að hann hafi fengið rautt spjald í leik liðsins við Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á sunnudag. United áfrýjaði rauða spjaldinu og sú áfrýjun bar árangur og…

Bruno Fernandes fyrirliði Manchester United sleppur veið leikbann, þrátt fyrir að hann hafi fengið rautt spjald í leik liðsins við Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á sunnudag. United áfrýjaði rauða spjaldinu og sú áfrýjun bar árangur og aganefnd ensku úrvalsdeildarinnar viðurkenndi mistök. Fernandes verður því til taks er United mætir Aston Villa, Brentford og West Ham í næstu þremur leikjum liðsins í deildinni.

Jürgen Klopp var í gær sæmdur heiðursorðu Þýskalands fyrir störf sín í þágu þýska ríkisins. Hann var sæmdur heiðursorðunni af Frank-Walter Steinmeier Þýskalandsforseta í Bellevue-höllinni í Berlínarborg í tilefni af degi þýskrar einingar. Klopp, sem hætti sem knattspyrnustjóri Liverpool í vor, er afar vinsæll í heimalandinu og þykir hafa verið Þýskalandi til sóma á erlendri grundu.

...