Arna segir að í kringum verkefnið sé byggt upp sérstakt teymi sem illmögulegt væri með öðrum styrkjum.
Arna segir að í kringum verkefnið sé byggt upp sérstakt teymi sem illmögulegt væri með öðrum styrkjum. — Morgunblaðið/Eyþór

Dr. Arna Olafsson, dósent í fjármálum við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn, CBS, fékk nú í sumar stærsta styrk sem Evrópska rannsóknarráðið, ERC, veitir ár hvert til fjármála- og hagfræðirannsókna. Styrkinn, sem er upp á 1,5 milljónir evra, jafnvirði 224 milljóna íslenskra króna, fékk hún til að rannsaka af hverju konur og karlar taka ólíkar fjármálaákvarðanir.

Rannsóknin mun hefjast um mitt ár 2025 og standa í fimm ár.

Í frétt um málið á vef CBS segir að mismunur í fjármálahegðun kynjanna sé vel þekktur. Til dæmis séu konur mun ólíklegri til að fjárfesta á hlutabréfamarkaði en karlar. Enn fremur hafi konur að meðaltali lægri lífeyrissparnað en karlar, á meðan karlar séu skuldsettari, þegar leiðrétt er fyrir námslánum. „Við vonumst til að rannsóknin gefi okkur 360° sýn á fjármálaákvarðanir einstaklinga, hvað þeir eru að gera og

...