Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels segir Írani hafa gert stór mistök með því að ráðast gegn Ísrael í gær. Hann heitir hefndum gegn Íran og segir að ráðist verði á þá sem ráðast á Ísrael. Íran skaut um 200 eldflaugum á Ísrael síðdegis í gær

Sonja Sif Þórólfsdóttir

sonja@mbl.is

Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels segir Írani hafa gert stór mistök með því að ráðast gegn Ísrael í gær. Hann heitir hefndum gegn Íran og segir að ráðist verði á þá sem ráðast á Ísrael.

Íran skaut um 200 eldflaugum á Ísrael síðdegis í gær. Hæfðu eldflaugarnar einhver skotmörk innan landamæra Ísraels og leituðu íbúar skjóls meðan á árásinni stóð. Að minnsta kosti einn lést í árásinni. Var hann af palestínskum uppruna, staddur í Jeríkó.

Íranski byltingarvörðurinn hefur lýst árásinni á hendur sér og segir hana vera gerða til að hefna fyrir dráp tveggja leiðtoga, Ismails Haniyeh leiðtoga Hamas og Hassans Nasrallah leiðtoga Hisbollah.

Bandaríkjaher aðstoðaði Ísrael við loftvarnir með því

...