Ríkisvaldið verður að standa við fyrirheit um öruggar og greiðar samgöngur á Austurlandi, það er í samræmi við svæðisskipulag landshlutans og fjármögnun þeirra úrbóta sem brýnt er að hefjast handa við
Austurland Samgöngumál eru í brennidepli. Séð yfir Seyðisfjörð þar sem lystiskipin liggja við.
Austurland Samgöngumál eru í brennidepli. Séð yfir Seyðisfjörð þar sem lystiskipin liggja við. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Ríkisvaldið verður að standa við fyrirheit um öruggar og greiðar samgöngur á Austurlandi, það er í samræmi við svæðisskipulag landshlutans og fjármögnun þeirra úrbóta sem brýnt er að hefjast handa við. Þetta segir í ályktun haustþings Sambands sveitarfélaga á Austurlandi sem haldið var á Hallormsstað í síðustu viku. Í umfjöllun þar var jafnframt settur þungi í kröfur um að Alþingi afgreiddi nýja samgönguáætlun hið fyrsta og að hafin yrði vinna við næstu jarðgöng á

...