Náungi, þorpari segja orðabækur að kóni merki; Ísl. orðabók bætir við merkingu: lítill askur, og þeirri þriðju, sem hugsanlega kemur á óvart: þvottabjörn

Náungi, þorpari segja orðabækur að kóni merki; Ísl. orðabók bætir við merkingu: lítill askur, og þeirri þriðju, sem hugsanlega kemur á óvart: þvottabjörn. Orðsifjabók segir notkunina frá 19. öld en þó komi kóni fyrir í fornmáli. Munum svo, næst er við lýsum yfir vanþóknun, að fyrirlíta þessa (að eigin vali) kóna, ekki „kauna“.