Mikilvægt er að fram fari heildarmat á skattalegum afleiðingum búferlaflutninganna

Lögfræði

Magnús Óskarsson

Lögmaður með málflutningsréttindi í New York-ríki og hæstaréttarlögmaður hjá Lögmáli ehf.

Margir Íslendingar kjósa að eyða elliárunum erlendis, en það getur haft áhrif á skattlagningu lífeyristekna þeirra, bæði hér á landi og í búsetulandi. Íslendingur sem hefur unnið alla starfsævina hér á landi getur átt rétt á töluverðum greiðslum frá íslenskum lífeyrissjóðum. Bæði getur það verið úr samtryggingarsjóði og séreignarsjóði. Flest lönd skattleggja tekjur þeirra sem þar búa, þ.e. hafa skattalega heimilisfesti í ríkinu. Það er m.a. meginregla hér á landi. En hér eru einnig skattlagðar greiðslur sem menn búsettir erlendis fá frá íslenskum aðilum, m.a. lífeyrisgreiðslur. Ef ekkert væri að gert gætu þessar reglur leitt til þess að Íslendingur sem er búsettur erlendis en

...