Hjónin Hulda og Jón Páll fyrir framan sumarhúsið sitt í Trostansfirði.
Hjónin Hulda og Jón Páll fyrir framan sumarhúsið sitt í Trostansfirði.

Jón Páll Halldórsson fæddist 2. október 1929 í lítilli kjallaraíbúð í Tangagötu 10 á Ísafirði. Hann fluttist síðan í Brunngötu 10, en sleit barnsskónum hins vegar í Hrannargötu 10, þar sem foreldrar hans keyptu íbúð árið 1934. Varð sú gata og fjörukamburinn fyrir neðan Fjarðarstrætið helsta leiksvæði Jóns Páls og systkina hans. Fyrir tilstuðlan Halldórs Sigurgeirssonar, nágranna þeirra í Sólgötu 7, gengu öll systkinin í Knattspyrnufélagið Hörð þar sem Halldór var þjálfari um árabil. Í ársbyrjun 1942 gekk Jón Páll til liðs við skátana, en tvö skátafélög störfuðu þá á Ísafirði, Einherjar og Valkyrjan. Varð það upphaf ævilangs skátastarfs þar sem Jón Páll gegndi ýmsum trúnaðarstörfum og var m.a. félagsforingi Einherja í 18 ár eða frá 1959 til 1976.

Að lokinni skólagöngu á Ísafirði fór Jón Páll í Verzlunarskóla Íslands og lauk þaðan verslunarprófi vorið 1948. Sneri hann þá aftur heim og

...