Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnir vaxtaákvörðun sína í dag.
Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnir vaxtaákvörðun sína í dag. — Morgunblaðið/Eggert

Seðlabankinn kynnti í síðustu viku reglulega skýrslu sína um fjármálastöðugleika. Nokkur umræða varð eftir fundinn hvort bankinn væri að horfa á réttu rauntímagögnin þegar hann er að meta stöðu almennings í núverandi vaxtaumhverfi. Innheimtufyrirtækin telja ekki. Bankinn heldur því fram að ekkert sé að hjá almenningi eða í öllu falli að hann ráði vel við ástandið. Sama kemur fram í viðtali við Hauk C. Benediktsson í ViðskiptaMogganum í dag og hann ítrekar að bankinn fylgist vel með.

Seðlabankastjóri lýsti reyndar yfir áhyggjum sínum af því sem hann kallar brattar hækkanir“ viðskiptabankanna á verðtryggðum vöxtum íbúðalána. Eru þessar bröttu hækkanir ekki afleiðing af stýrivöxtum Seðlabankans sjálfs? Það var ekki einungis seðlabankastjóri sem gagnrýndi viðskiptabankana því leiðtogar verkalýðshreyfinga og einstaka alþingismenn stigu einnig fram. Þeir ættu

...