Pabbi kynnti fyrir mér málverkið af kartöfluætunum, sem Van Gogh málaði árið 1885. Það var ekki gert til þess að minna mig á að fólk hefði soltið á öldum áður. Miklu frekar nýtti hann þetta merka málverk til að kynna mig fyrir séra Birni Halldórssyni (1724-1794) í Sauðlauksdal og merkri sögu hans
Fagurlega raðað upp, þjóna kartöflurnar sem hornsteinn að bragðævintýri á Aamanns.
Fagurlega raðað upp, þjóna kartöflurnar sem hornsteinn að bragðævintýri á Aamanns.

Hið ljúfa líf

Stefán Einar Stefánsson

ses@mbl.is

Pabbi kynnti fyrir mér málverkið af kartöfluætunum, sem Van Gogh málaði árið 1885. Það var ekki gert til þess að minna mig á að fólk hefði soltið á öldum áður. Miklu frekar nýtti hann þetta merka málverk til að kynna mig fyrir séra Birni Halldórssyni (1724-1794) í Sauðlauksdal og merkri sögu hans. Hann varð fyrstur Íslendinga til þess að setja niður kartöflur, og það í þessum dal sem hann er kenndur við. Pabbi hafði ríka ástæðu til að kynna mig fyrir kappanum; bæði vegna sögulegs áhuga og þeirrar staðreyndar að við átum talsvert af kartöflum. Ekki dró það úr að við bjuggum á Patreksfirði, beint gegnt Sauðlauksdal, sem liggur við fjörðinn sunnanverðan.

Þrátt fyrir uppfræðslu pabba, sem ég hef búið að bæði í

...