Afglöp er yfirskrift myndlistarsýningar Jökuls Helga Sigurðssonar í Gallery Kontor Hverfisgötu. Á sýningunni eru stórar myndir af karakterum. „Ég byrja að mála verk mín með bleki, færi mig svo yfir í akrýl blandaðan með vatni og næ þannig að mynda fyrstu lögin af bakgrunni
Listamaðurinn „Það er algjörlega búið að negla það niður að stofnanir virka ekki fyrir mig.“
Listamaðurinn „Það er algjörlega búið að negla það niður að stofnanir virka ekki fyrir mig.“ — Morgunblaðið/Karítas

Kolbrún Bergþórsdóttir

kolbrun@mbl.is

Afglöp er yfirskrift myndlistarsýningar Jökuls Helga Sigurðssonar í Gallery Kontor Hverfisgötu. Á sýningunni eru stórar myndir af karakterum.

„Ég byrja að mála verk mín með bleki, færi mig svo yfir í akrýl blandaðan með vatni og næ þannig að mynda fyrstu lögin af bakgrunni. Ég set síðan málningarlögin hvert ofan á annað. Síðan bæti ég við karakterunum og svipbrigðum þeirra. Þegar ég er búinn að fara tíu til tuttugu sinnum ofan í upprunalegu myndina fer ég fyrst að sjá lokaútkomuna og byrja að róa til lands. Um leið er ég búinn að sópa upphafspunktinum út af borðinu,“ segir Jökull Helgi. „Ég hætti ekki með málverkið fyrr en ég er sjálfur orðinn sáttur og ég verð ekki sáttur fyrr en ég er kominn með það sem ég þekki úr minni

...