Unnið er þessa dagana að flutningi á stóru mósaíkverki eftir Nínu Tryggvadóttur sem er í húsakynnum Icelandair við Reykjavíkurflugvöll. Því verður nú komið fyrir í nýjum höfuðstöðvum flugfélagsins í Hafnarfirði, en þangað er verið að flytja starfsemina nú og á því að ljúka fyrir áramót
Handverk Listaverkið er tekið niður af vegg í stigagangi í bitum og bútum. Allt gerist eftir kúnstarinnar reglum.
Handverk Listaverkið er tekið niður af vegg í stigagangi í bitum og bútum. Allt gerist eftir kúnstarinnar reglum. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Unnið er þessa dagana að flutningi á stóru mósaíkverki eftir Nínu Tryggvadóttur sem er í húsakynnum Icelandair við Reykjavíkurflugvöll. Því verður nú komið fyrir í nýjum höfuðstöðvum flugfélagsins í Hafnarfirði, en þangað er verið að flytja starfsemina nú og á því að ljúka fyrir áramót. Skrifstofuhúsið á flugvellinum er í eigu Reita sem munu ráðstafa því í aðra starfsemi.

Verkið var upphaflega á Kennedy-flugvelli

Verkið sem er er 5,9 x 2,7 m á stærð er án titils en hefur verið kallað Víkingaskip á siglingu í takt við myndefnið. Það var á sínum tíma sérstaklega unnið af listakonunni Nínu fyrir orð Sigurðar Helgasonar, þá svæðisstjóra Loftleiða í Bandaríkjunum og seinna forstjóra Flugleiða. Var því komið fyrir í afgreiðslusal félagsins

...