Magnús Harðarson forstjóri Kauphallarinnar segir að hann telji alrangt að íslenski hlutabréfamarkaðurinn sé of lítill til að þjóna sínu hlutverki vel. Það sýni sig í nýlegum tvískráningum, markaðurinn sé að fá öflug félög á markaðinn sem hafa kosið…
Magnús Harðarson
Magnús Harðarson

Magnús Harðarson forstjóri Kauphallarinnar segir að hann telji alrangt að íslenski hlutabréfamarkaðurinn sé of lítill til að þjóna sínu hlutverki vel. Það sýni sig í nýlegum tvískráningum, markaðurinn sé að fá öflug félög á markaðinn sem hafa kosið að koma hingað þó að þau hafi fyrir verið skráð á stóra erlenda markaði.

„Ég tel það sanna að við séum ekki of lítil. Félög sjá kosti þess að skrá sig á þennan markað og það eru að mínu mati mikil vaxtartækifæri hér. Þó að við viljum alltaf gera betur þá hefur viðskiptamagnið verið ásættanlegt, þetta er þriðja veltumesta árið á hlutabréfamarkaði sl. 16 ár,“ segir Magnús en bætir við að hann hafi heyrt því fleygt að stærstu skráðu félögin séu of stór fyrir íslenska markaðinn.

„Í því sambandi vil ég benda á að stærð hlutabréfamarkaðarins í hlutfalli af landsframleiðslu er um það

...