Jóhannes Karl Guðjónsson nýtur sín vel hjá AB í dönsku C-deildinni í knattspyrnu en hann tók við þjálfun liðsins í maí á þessu ári eftir að David Roupanah var sagt upp störfum og skrifaði undir þriggja ára samning í Kaupmannahöfn
Kaupmannahöfn Jóhannes Karl Guðjónsson tók við þjálfun AB í Danmörku í maí á þessu ári en hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið.
Kaupmannahöfn Jóhannes Karl Guðjónsson tók við þjálfun AB í Danmörku í maí á þessu ári en hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. — Ljósmynd/AB

Danmörk

Bjarni Helgason

bjarnih@mbl.is

Jóhannes Karl Guðjónsson nýtur sín vel hjá AB í dönsku C-deildinni í knattspyrnu en hann tók við þjálfun liðsins í maí á þessu ári eftir að David Roupanah var sagt upp störfum og skrifaði undir þriggja ára samning í Kaupmannahöfn.

Jóhannes Karl, sem er 44 ára gamall, hafði verið aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins frá því í janúar árið 2022 en lét af störfum hjá KSÍ til þess að taka við danska félaginu.

Þjálfarinn hefur einnig stýrt HK og ÍA á þjálfaraferlinum en hann á að baki farsælan atvinnumannaferil með Racing Genk í Belgíu, MVV, Waalwijk og AZ Alkmaar í Hollandi, Real Betis á Spáni og loks Aston Villa, Wolves, Leicester, Burnley og Huddersfield á Englandi þar sem hann

...